Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28.6.2021 08:25
Boða til neyðarfundar til að ræða útbreiðslu Delta-afbrigðisins Yfirvöld í Ástralíu hittast á neyðarfundi í dag til að ræða aukna útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu en undanfarið hefur Delta-afbrigðið svokallaða verið að sækja verulega í sig veðrið. 28.6.2021 08:07
Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. 28.6.2021 07:36
Víða hæglætisveður en þoka eða lágskýjað framan af degi Landsmenn mega reikna með hæglætisveðri víða um landið í dag, en þoku eða lágskýjuðu framan af degi og gæti jafnvel haldast út daginn við sjávarsíðuna. Inn til landsins léttir til þegar líður á daginn og verður fallegasta veðrið þar sem sólin nær að bræða skýin af landinu. 28.6.2021 07:17
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25.6.2021 14:32
Fylgir ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski. 25.6.2021 14:18
Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25.6.2021 14:01
„Kennir okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. 25.6.2021 12:06
Ráðinn til Fossa markaða Hreggviður Ingason hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðumaður safnastýringar hjá eignastýringu Fossa markaða. 25.6.2021 09:45
Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25.6.2021 08:48