Bjart í mörgum landshlutum framan af degi Veðurstofan gerir ráð fyrir björgum degi í mörgum landshlutum framan af degi, en annars skýjað með köflum. Austlæg eða norðaustlæg átt fimm til þrettán metrar á sekúndu, en hvassara með suðausturströndinni síðdegis. 15.6.2021 07:00
Lífeyrissparnaður jókst um nærri 15 prósent Lífeyrissparnaður landsmanna í formi samtryggingar og séreignar lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila nam 6.037 milljarða króna í árslok 2020. Sparnaðurinn jókst um 14,9 prósent á árinu. 14.6.2021 14:19
Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14.6.2021 13:22
Tveir greindust innanlands og annar utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var utan sóttkvíar, en hinn var í sóttkví. 14.6.2021 10:46
Ráðnar til Góðra samskipta Eva Ingólfsdóttir og Hafdís Rós Jóhannesdóttir hafa verið ráðnar sem ráðgjafar hjá ráðgjafarfyrirtækinu Góðum samskiptum. 14.6.2021 09:52
Reykur barst úr gámi um borð í Brúarfossi Dæla þurfti vatni inn í gám um borð í Brúarfossi, skipi Eimskips, eftir að reyk tók að berast úr honum þegar skipið var á siglingu til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis í gær. 14.6.2021 08:44
Superman- og Deliverance-stjarnan Ned Beatty er látin Bandaríski leikarinn Ned Beatty er látinn, 83 ára að aldri. Beatty gerði garðinn frægan fyrir hlutverk í fjölda stórmynda, þeirra á meðal annars myndunum Deliverance og Superman, báðar frá áttunda áratug síðustu aldar. 14.6.2021 08:02
Vonbrigði að þing hafi ekki tekið stjórnarskrárfrumvarp til efnislegrar umræðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Alþingi hafi ekki tekið frumvarp forsætisráðherra um stjórnarskrárbreytingar til efnislegrar umræðu áður en þingi var frestað. 14.6.2021 07:41
Vikan hefst á norðlægum áttum og svölu veðri Vikan hefst á norðlægum áttum og svölu veðri þar sem reikna má með lítilsháttar slydduéljum eða skúrum norðanlands, en annars yfirleitt þurru veðri á Vesturlandi. Hiti verður frá þremur stigum í innsveitum norðaustanlands, og upp í ellefu stig suðvestantil. 14.6.2021 07:19
Hafa gengið að rótum gígsins og flúið undan flæðandi hrauni Lögreglu- og björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa í dag hafa þurft að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem hafa gengið út á nýstorknað hraunið, milli útsýnisstaða, og að rótum sjálfs stóra gígsins í Fagradalsfjalli. 11.6.2021 14:00