Hafa gengið að rótum gígsins og flúið undan flæðandi hrauni Lögreglu- og björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa í dag hafa þurft að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem hafa gengið út á nýstorknað hraunið, milli útsýnisstaða, og að rótum sjálfs stóra gígsins í Fagradalsfjalli. 11.6.2021 14:00
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11.6.2021 13:12
Eimskip falast eftir sátt vegna brota á samkeppnislögum Eimskip hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins og óskað eftir formlegum viðræðum um hvort unnt sé að ljúka rannsókn eftirlitsins á samkeppnisbrotum fyrirtækisins með sátt. 11.6.2021 11:07
Þrjú hundruð manna samkomutakmarkanir og eins metra regla frá 15. júní Samkomutakmarkanir munu miðast við þrjú hundruð manns frá 15. júní næstkomandi og þá kemur eins metra regla í stað tveggja metra reglu. Reglugerðin mun gilda í tvær vikur, til 29. júní, en stefnt er að því að búið verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands um næstu mánaðamót. 11.6.2021 10:13
„Við erum komin með gott hjarðónæmi“ „Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 11.6.2021 08:41
Bein útsending: Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa Græna plan Reykjavíkurborgar kveður á um að hraða skuli stafrænni umbreytingu með það að markmiði að bæta þjónustu borgarinnar. Ráðstefna Reykjavíkurborgar, Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa, fer fram í dag milli klukkan níu og tólf og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 11.6.2021 08:30
Innkalla á annað þúsund Mitsubishi-bíla af árgerð 1996 til 2000 Hekla hyggst innkalla 1.394 Mitsubishi-bíla af árgerð 1996 til 2000 vegna möguleika á að loftpúðar virki ekki sem skyldi. 11.6.2021 08:14
Ríkið gerir sátt við fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg Íslenska ríkið hefur gert dómsátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og hefur mál hans verið fellt niður hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna þessa. Samkvæmt sáttinni fær hann 15 þúsund evrur í bætur, um 2,2 milljónir króna. 11.6.2021 07:48
Kalt loft færist yfir landið með norðanátt í dag Kalt loft færist yfir landið með norðanátt í dag, en von er á tíu til átján metrum á sekúndu með morgninum en heldur hægari norðvestanátt um austanvert landið þar til síðdegis. Yfirleitt rigning á láglendi um norðanvert landið en styttir upp og léttir til syðra. 11.6.2021 07:09
Dæmd í 21 árs fangelsi í Noregi fyrir að myrða börnin sín Dómstóll í Osló hefur dæmt 35 ára konu í 21 árs fangelsi fyrir að hafa drepið tvo syni sína, sjö og eins árs, í Lørenskog, austur af Osló, á síðasta ári. 10.6.2021 13:49