Skipar Hlyn sem dómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hlyn Jónsson lögmann í embætti dómara hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá og með 10. júní 2021. 10.6.2021 13:04
Fjölskyldufaðir á fertugsaldri vann stóra vinninginn Heppinn fjölskyldufaðir á fertugsaldri hefur gefið sig fram við Íslenska getspá eftir að hafa hreppt langstærsta lottóvinning Íslandssögunnar í gærkvöldi; rúmlega 1.270 milljónir króna. 10.6.2021 11:57
Boða fleiri árganga í bólusetningu vegna einungis um 50 prósent mætingar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur boðað þrjá hópa til viðbótar í bólusetningu í Laugardalshöll í dag þar sem einungis um helmingur af þeim sem hafði verið boðaður í morgun mætti á staðinn. 10.6.2021 11:12
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 10.6.2021 10:47
Ráðinn forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum Þorsteinn R. Hermannsson hefur verið ráðinn forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf. til eins árs frá 1. september. 10.6.2021 10:17
Bílabrú fyrir Herjólf skemmdist í Vestmannaeyjahöfn Einhverjar tafir verða á ferðum Herjólfs eftir að bílabrú skemmdist í Vestmannaeyjahöfn um klukkan níu í morgun. 10.6.2021 10:02
Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. 10.6.2021 09:45
Castillo lýsir yfir sigri en Fujimori vill ógilda fjölda atkvæða Talning atkvæða stendur en yfir eftir forsetakosningarnar í Perú. Mjög mjótt er á munum en vinstrimaðurinn Pedro Castillo hefur þegar lýst yfir sigri á meðan andstæðingur hans, hægrimaðurinn Keiko Fujimori, hefur farið fram á að hundruð þúsunda atkvæða verði úrskurðuð ógild. 10.6.2021 08:47
Danir kveðja grímurnar nær alfarið eftir nýtt samkomulag um tilslakanir Danskir þingmenn náðu seint í nótt – eftir um tólf tíma samningaviðræður sín á milli – samkomulagi um nýjar tilslakanir í landinu. 10.6.2021 07:42
Vatn flæddi um gólf í íþróttahúsinu í Kaplakrika Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í íþróttahúsinu í Kaplakrika skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Þar hafði svokallaður sprinklerloki gefið sig og flæddi um gólf. 10.6.2021 07:25