Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um að ræða loka í eldhúsi og var búið að koma í veg fyrir lekann um klukkan 1:10 í nótt.
Þá tók við um tveggja tíma starf við að hreinsa upp mesta vatnið áður en vettvangurinn var afhentur tryggingafélagi.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í íþróttahúsinu í Kaplakrika skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Þar hafði svokallaður sprinklerloki gefið sig og flæddi um gólf.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um að ræða loka í eldhúsi og var búið að koma í veg fyrir lekann um klukkan 1:10 í nótt.
Þá tók við um tveggja tíma starf við að hreinsa upp mesta vatnið áður en vettvangurinn var afhentur tryggingafélagi.