Hægur vindur og skúrir sunnanlands en annars bjartviðri Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og skúrir sunnanlands, en annars víða bjartviðri. Norðlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu, og hiti eitt til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður suðvestantil. 20.5.2021 07:16
Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19.5.2021 14:30
Jói í Gagnamagninu segist vera sá smitaði í tilfinningaþrunginni færslu Jóhann Sigurður Jóhannsson segist vera sá liðsmaður Gagnamagsins sem hafi smitast af kórónuveirunni. Hann segist vera í miklu áfalli og að málið sé mikil vonbrigði. 19.5.2021 11:39
Tveir greindust innanlands og báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir sem greindust voru utan sóttkvíar. Þetta eru fyrst smitin sem greinast hjá fólki utan sóttkvíar frá 12. maí. 19.5.2021 10:56
Mannleg mistök ástæða þess að ísbjörn í Berlín reyndist afkvæmi systkina Forsvarsmenn dýragarðsins í Berlín í Þýskalandi hafa greint frá því að ísbjarnarhúnninn Hertha sé í raun afkvæmi systkina. Segja þeir að ónákvæmni í skjölum sem fylgdu innfluttum ísbjörnum frá Rússlandi til garðsins skýri mistökin. 19.5.2021 10:19
Bein útsending: Kynna skýrslu um leiðir til að bæta afkomu sauðfjárbænda Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra mun kynna skýrslu um afkomu sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana á streymisfundi sem hefst klukkan 9:30. 19.5.2021 09:03
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19.5.2021 08:30
Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19.5.2021 08:03
Stjörnutorg Kringlunnar mun færa sig um set Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár. 19.5.2021 07:39
Von á stöku skúr sunnanlands Stöðugleikinn sem hefur einkennt veðrið undanfarið er áfram til staðar og á landinu er nú fremur hæg norðlæg eða breytileg átt með stöku él norðaustantil. Annars en annars bjart að mestu þó að von sé á stöku skúr sunnanlands. 19.5.2021 07:12