Handteknir eftir um tuttugu íkveikjur í Eskilstuna Lögregla í Svíþjóð handtók í nótt þrjá menn á þrítugsaldri sem grunaðir eru um íkveikjur á um tuttugu mismunandi stöðum í bænum Eskilstuna, um hundrað kílómetra vestur af Stokkhólmi. Sömuleiðis var ráðist á lögreglustöð í bænum. 17.5.2021 08:03
Hefja framkvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum. 17.5.2021 07:46
Hæðin yfir Grænlandi heldur köldum loftstraumi að landinu Hæðin yfir Grænlandi ræður enn veðrinu hér á landi og heldur fremur köldum loftstraumi að landinu. Hitinn yfir daginn sunnanmegin á landinu getur rofið tíu stiga múrinn ef nægilega bjart verður en um landið norðanvert verða plúsgráðurnar mun færri. 17.5.2021 07:22
Vilhjálmur vill aftur á þing Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta haust. 14.5.2021 13:37
Kveðst hafa glatað 3,2 milljarða vinningsmiða í þvotti Kona í Bandaríkjunum sem fullyrðir að hún hafi keypt lottómiða með röð sem skilaði 26 milljóna dala vinningi, segir að hún hafi glatað miðanum eftir að hafa skilið hann eftir í buxnavasa og sett buxurnar í þvott. Vinningsupphæðin samsvarar um 3,2 milljörðum íslenskra króna. 14.5.2021 13:11
Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14.5.2021 11:32
Tveir greindust innanlands Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 14.5.2021 10:44
Sunnlendingur með allar tölur réttar í annað sinn á þremur árum Sunnlendingur var með allar tölur réttar í lottóútdrætti laugardagsins og var það í annað sinn á þremur árum sem það gerist. 14.5.2021 09:49
Sænski tónlistarmaðurinn Svante Thuresson látinn Sænski djasstónlistarmaðurinn Svante Thuresson er fallinn frá, 84 ára að aldri. Hann lést fyrr í vikunni eftir langvinn veikindi. 14.5.2021 09:39
24 milljónir hafa nú smitast á Indlandi Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna. 14.5.2021 08:08