Landamæravörður dæmdur fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE Hæstiréttur dæmdi í dag landamæravörð til greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð að hafa ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu, LÖKE, án þess að það tengdist starfi hennar. 29.4.2021 14:56
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29.4.2021 13:54
Innkalla kjúklingabaunir vegna skordýra Matvælastofnun hefur varað við neyslu á einni framleiðslulotu af Sólgæti kjúklingabaunum með uppruna frá Tyrkland sem Heilsa flytur inn. Skordýr, eða bjöllur, hafa fundist í pokanum. 29.4.2021 12:54
Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29.4.2021 11:59
Hafa fengið öfgafull, rasísk og mjög ljót skilaboð Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að upplýsingar hafi borist um að börn og fullorðnir sem tengjast hópsmitum hafi lent í því að fá öfgafull, rasísk og ljót skilaboð frá öðrum. Þá hafa þau einnig nánast orðið fyrir einelti úti á götu fyrir það eitt að koma frá tilteknu landi. 29.4.2021 11:27
Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29.4.2021 10:54
„Spánverjinn hlæjandi“ er allur Spænski grínistinn Juan Joya Borja er látinn, 65 ára að aldri. Það eru ef til vill ekki allir sem kannast við nafnið, en þó fleiri sem kannast við andlitið þar sem Borja varð óvænt stjarna í netheimum árið 2014 þegar þá um tíu ára gamalt sjónvarpsviðtal við hann fór í mikla dreifingu á netinu. 29.4.2021 08:50
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29.4.2021 08:12
Birtu nýjar myndir í tilefni af tinbrúðkaupinu Vilhjálmur Bretaprins og Katrín halda í dag upp á að tíu ár eru nú liðin frá því að þau gengu í hjónaband. Breska konungsfjölskyldan hefur í tilefni þess birt nýjar myndir af þeim hjónum. 29.4.2021 07:42
Björguðu unglingsstúlku úr tré í Hellisgerði Starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru í gær kallaðir út til að bjarga unglingsstúlku niður úr tré í Hellisgerði í Hafnarfirði. 29.4.2021 07:29