Landamæravörður dæmdur fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2021 14:56 Dómur Hæstaréttar í málinu féll í dag. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur dæmdi í dag landamæravörð til greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð að hafa ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu, LÖKE, án þess að það tengdist starfi hennar. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar frá í október. Konan skal greiða sektina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu en sæta ella fangelsi í átta daga. Þá skal hún greiða allan áfrýjunarkostnað, alls um 800 þúsund krónur. Konunni var gert það að sök að hafa á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum í LÖKE sem tengdust fyrrverandi unnusta hennar og annarri konu sem hún hafði átt í samskiptum við vegna lögreglumáls. Hún hafi skoðað upplýsingar um þau og lögreglumál þeim tengd án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hennar sem landamæravörður. Konan viðurkenndi að hafa flett upp einstaklingunum í kerfinu, en neitaði því hins vegar að með athæfinu hafa misnotað stöðu sína með þeim afleiðingum að hallaði á réttindi þeirra. Í dómi Hæstaréttar segir að konan hefði misnotað sér stöðu sína sem opinber starfsmaður og hallað réttindum þeirra sem upplýsingaöflunin hefði beinst að. Ásetningur hennar hefði staðið til þess að afla sér upplýsinga um tilgreinda einstaklinga og þannig misnota sér aðstöðu sína og skipti þá að öðru leyti engu hvort hún hefði um leið búið yfir ásetningi til þess að brjóta með þeirri háttsemi gagngert gegn réttindum einstakra manna samkvæmt 139. gr. almennra hegningarlaga. Konan var fyrst sakfelld fyrir málið í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. nóvember 2017 eftir að hún játaði brotin. Málinu var áfrýjað og það endurupptekið í héraði og var hún sakfelld að nýju þann 31. janúar 2019. Dómur féll svo í Landsrétti í október og var málinu svo áfrýjað til Hæstaréttar sem felldi dóm sinn í dag. Lögreglan Dómsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar frá í október. Konan skal greiða sektina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu en sæta ella fangelsi í átta daga. Þá skal hún greiða allan áfrýjunarkostnað, alls um 800 þúsund krónur. Konunni var gert það að sök að hafa á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum í LÖKE sem tengdust fyrrverandi unnusta hennar og annarri konu sem hún hafði átt í samskiptum við vegna lögreglumáls. Hún hafi skoðað upplýsingar um þau og lögreglumál þeim tengd án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hennar sem landamæravörður. Konan viðurkenndi að hafa flett upp einstaklingunum í kerfinu, en neitaði því hins vegar að með athæfinu hafa misnotað stöðu sína með þeim afleiðingum að hallaði á réttindi þeirra. Í dómi Hæstaréttar segir að konan hefði misnotað sér stöðu sína sem opinber starfsmaður og hallað réttindum þeirra sem upplýsingaöflunin hefði beinst að. Ásetningur hennar hefði staðið til þess að afla sér upplýsinga um tilgreinda einstaklinga og þannig misnota sér aðstöðu sína og skipti þá að öðru leyti engu hvort hún hefði um leið búið yfir ásetningi til þess að brjóta með þeirri háttsemi gagngert gegn réttindum einstakra manna samkvæmt 139. gr. almennra hegningarlaga. Konan var fyrst sakfelld fyrir málið í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. nóvember 2017 eftir að hún játaði brotin. Málinu var áfrýjað og það endurupptekið í héraði og var hún sakfelld að nýju þann 31. janúar 2019. Dómur féll svo í Landsrétti í október og var málinu svo áfrýjað til Hæstaréttar sem felldi dóm sinn í dag.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira