Sólríkt veður á Suður- og Vesturlandi Útlit er fyrir norðlæga átt, þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til þrettán með austurströndinni. Það léttir til á Suður- og Vesturlandi og má því búast við sólríku veðri þar í dag með hita átta til þrettán stig. 28.4.2021 07:05
Kolbeinsey nú tuttugu metrar frá vestri til austurs Fjarlægðin milli vestur- og austurodda Kolbeinseyjar er nú um tuttugu metrar. Frá norðri til suðurs er eyjan nú 14,5 metrar. 27.4.2021 15:14
Bein útsending: Umhverfisþing Umhverfisþing, það tólfta í röðinni, er haldið í dag milli 13 og 16. Umfjöllunarefni þingsins að þessu sinni eru náttúruvernd, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið, en hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 27.4.2021 12:30
Sigríður Dögg nýr formaður Blaðamannafélagsins Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður hjá RÚV, er nýr formaður Blaðamannafélags Íslands. Formannskjöri lauk í gærkvöldi og voru úrslit kynnt í hádeginu. 27.4.2021 12:07
Eldur kom upp í þaki hjá N1 í Borgarnesi Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út um klukkan 11 í morgun eftir að eldur kom upp í þaki húsnæðis N1 í Borgarnesi. 27.4.2021 11:46
Unnið að því að árgangar sjái betur hvenær megi eiga von á að fá boð í bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að það væri til bóta að uppfæra bólusetningardagatal yfirvalda á þann veg að ákveðnir árgangar sæju betur hvenær von væri á að þeir kæmust í bólusetningu. Hún segir málið til skoðunar. 27.4.2021 11:19
Kynnti fjórar vörður í átt að afléttingu samkomutakmarkana Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti ríkisstjórn í morgun afléttingaráætlun vegna Covid-19. Er um að ræða fjórar skilgreindar „vörður“ á þeirri leið að opna samfélagið á ný þar sem sú fyrsta sé þegar að baki. 27.4.2021 10:48
Sænskir hægsjónvarpsáhorfendur fylgdust með fyrstu elgunum þvera fljótið Sænskir sjónvarpsáhorfendur fengu loks að sjá fyrstu elgina synda yfir Ångermanfljót í norðurhluta landsins í gær. Sænska ríkisútvarpið hefur síðustu ár verið með sjónvarpsútsendingu, svokallað hægsjónvarp, á vorin frá þeim stað þar sem elgirnir þvera alla jafna fljótið á leið sinni norður á bóginn. 27.4.2021 07:57
Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27.4.2021 07:28
Hiti jafnvel yfir tíu stigum sunnanlands Útlit er fyrir fremur hæga vestlæga eða breytilega átt á landinu í dag. Skýjað verður að mestu um landið vestanvert og sums staðar gæti orðið vart við smásúld eða þokuloft. Þurrt og bjart í öðrum landshlutum. 27.4.2021 07:17