Sex greindust innanlands og allir utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru utan sóttkvíar. 26.4.2021 10:51
Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26.4.2021 08:23
Óperusöngkonan Christa Ludwig fallin frá Þýska óperusöngkonan Christa Ludwig er látin, 93 ára að aldri. Ludwig, sem var ein fremsta messósópran heims, lést á heimili sínu nærri austurrísku höfuðborginni Vín á laugardag. 26.4.2021 07:47
Áfram hlýtt á suðvestantil en fer kólnandi í öðrum landshlutum Landsmenn mega eiga von á fremur hægri, norðlægri átt í dag en þó verður norðvestan strekkingur á Austfjörðum fram undir kvöld. 26.4.2021 07:27
Bein útsending: Skilur fólk gervigreind? Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um hvernig við gerum gervigreind kleift að læra af reynslu og mikilvægi þess að geta útskýrt þau rök sem liggja að baki ákvörðunum greindra tölvukerfa. 20.4.2021 11:30
Fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar leiðir lista Viðreisnar Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, mun skipa annað sæti á listanum. 19.4.2021 13:45
Skarphéðinn stýrir starfshópi um uppbyggingu á gosstöðvum Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri mun stýra starfshópi sem verður falið að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma. 19.4.2021 13:39
Bein útsending: Varið land - hvað höfum við lært um Covid-19? „Varið land - hvað höfum við lært um Covid-19?“ er yfirskrift fræðslufundar Íslenskrar erfðagreiningar sem fram fer í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan. 19.4.2021 13:31
„Tilboðsfranskar“ heyra sögunni til Þykkvabæjar hefur breytt nafninu á Tilboðsfrönskum fyrirtækisins sem hafa heitið því nafni svo áratugum skiptir. „Þykkvabæjarfranskar“ heita þær núna, en útlitið pakkninganna er þó áfram hið sama – svartir stafir á gulum grunni. 19.4.2021 13:10
Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19.4.2021 12:20