Söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver látinn Bandaríski söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver er látinn, 38 ára að aldri. Tarver er einna þekktastur fyrir að hafa komið fram í kvikmyndinni Rómeó og Júlíu frá 1996. Söng hann þar í atriðinu þar sem Rómeó og Júlía, í túlkun þeirra Leonardos DiCaprio og Claire Danes, voru gefin saman í kirkju. 9.4.2021 09:18
Kaupa Útilíf af Högum Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson hafa í sameiningu keypt Útilíf af Högum. Eftir kaupin er Íslensk fjárfesting 60 prósent hluthafi en J.S. Gunnarsson heldur á 40 prósent hlut í félaginu. 9.4.2021 08:37
Solberg gert að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir sóttvarnabrotin Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur verið gert að greiða 20 þúsund norskra króna sekt, um 300 þúsund íslenskar, vegna sóttvarnabrota í skíðabænum Geilo í lok febrúar. 9.4.2021 08:17
Rýmingar vegna yfirvofandi hættu á sprengigosi Vísindamenn telja nú stutt í að sprengigos kunni að hefjast í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt þúsundum að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu. 9.4.2021 07:39
Ráðin í starf markaðsstjóra Flugakademíunnar Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Flugakademíu Íslands. Alexandra starfaði áður sem markaðsstjóri Private Travel þar sem hún hóf störf árið 2016. 8.4.2021 13:14
Lögregla lýsir eftir Elvis Valca Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Elvis Valca, 27 ára. 8.4.2021 13:08
Edda nýr framkvæmdastjóri hjá BYKO Edda Blumenstein hefur verið ráðin framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO. 8.4.2021 11:40
Fjórir greindust innanlands og allir í sóttkví Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 8.4.2021 10:58
Twin Peaks og Seinfeld-leikarinn Walter Olkewicz látinn Bandaríski leikarinn Walter Olkewicz, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks og Seinfeld, er látinn, 72 ára að aldri. 8.4.2021 09:47
Velja seðlabankastjóra Hagfræðing ársins Ásgeir Jónsson hefur verið valinn hagfræðingur ársins 2021 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000, og verða að þessu sinni afhent á Þekkingardaginn 2021 sem verður streymt beint á Vísi þann 13. apríl. 8.4.2021 09:28