Segir Navalní vera að missa tilfinningu í fótleggjum og höndum Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní hrakar enn og hefur hann verið að missa tilfinningu í fót- og handleggjum. Þetta segir lögfræðingur Navalnís, en Navalní er nú í fanganýlendu þar sem hann afplánar nú dóm vegna fjársvika. 8.4.2021 08:27
Vindur gæti náð 40 metrum á sekúndu í hviðum Lægðin og snjókomubakkinn sem henni fylgdi er nú á leið austur og fjarlægist landið en skilur eftir hjá okkur norðan strekking eða allhvassann vind. Á Suðausturlandi og á Austfjörðum verður norðvestan hvassviðri eða stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu. 8.4.2021 07:16
Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi. 7.4.2021 14:49
Farinn til RB eftir nítján ár hjá Valitor Stefán Ari Stefánsson hefur verið ráðinn í starf mannauðsstjóra RB. 7.4.2021 14:38
Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7.4.2021 14:28
Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7.4.2021 12:43
Ellefu greindust innanlands og sex utan sóttkvíar Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 7.4.2021 10:58
Auðævi Kim Kardashian nú metin á milljarð dala Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur nú bæst í hóp auðmanna, auðævi hverra eru metin á rúmlega milljarð Bandaríkjadala. Forbes greindi frá því í gær að Kardashian hafi nú bæst á lista blaðsins yfir milljarðamæringa heimsins. Á listanum eru nú 2.755 einstaklingar. 7.4.2021 08:17
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7.4.2021 07:45
Vaxandi austanátt og snjókoma eða él Veðurstofan gerir ráð fyrir hægt vaxandi austlægri átt með snjókomu eða él í dag. Má reikna með að í kvöld verði tíu til fimmtán metrar á sekúndu, en á Norðvesturlandi verður norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og við Breiðafjörð frá síðdegis í dag og til morguns. 7.4.2021 07:09