Banna umfjöllun um konunglegar deilur í Jórdaníu Ríkissaksóknaraembættið í Jórdaníu hefur lagt bann við alla umfjöllun fjölmiðla þar í landi um deilur milli Abdúlla II konungs og Hamza, hálfbróður hans og fyrrverandi krónprins. 6.4.2021 14:22
Jón Viðar gætir fasteigna Róberts Wessman Jón Viðar Guðjónsson byggingartæknifræðingur hefur verið ráðinn verkefnastjóri fasteigna Aztiq. 6.4.2021 13:56
Gera tímabundið hlé á prentútgáfu DV Ákveðið hefur verið að gera tímabundið hlé á prentútgáfu DV. Ástæðan er sögð vera áhrif heimsfaraldursins á auglýsingasölu og hvernig hann hafi hamlað útgáfu með ýmsum hætti. 6.4.2021 12:45
Hirti kórónuna af höfði nýkrýndrar fegurðardrottningar Nýkrýndur sigurvegari stærstu fegurðarsamkeppni Srí Lanka hlaut sár á höfði eftir að fyrrverandi sigurvegari keppninnar hrifsaði kórónuna af höfði hinnar nýkrýndu fegurðardrottningar. Málið hefur vakið mikla athygli á Srí Lanka og víðar. 6.4.2021 12:09
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6.4.2021 11:34
Leikarinn Paul Ritter er látinn Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond. 6.4.2021 11:10
Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6.4.2021 08:39
Mikið manntjón vegna fellibylsins Seroja Að minnsta kosti 157 eru látin og tuga er enn saknað eftir að fellibylurinn Seroja gekk yfir Indónesíu og nágrannaríkið Tímor-Leste á sunnudag. 6.4.2021 07:49
Myndasyrpa: Magnað sjónarspil á gosstöðvunum í gærkvöldi Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gærkvöldi þar sem hann festi á filmu það mikla sjónarspil sem fyrir augum bar. 6.4.2021 07:41
Yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands Landsmenn mega reikna með hægri, breytilegri átt í dag, en norðvestan strekkingi austast á landinu fram eftir degi. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu, og eftir hádegi rofar einnig til norðaustanlands. 6.4.2021 07:14