Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12.3.2021 07:47
Áfram norðanátt og hvassast undir Vatnajökli Áfram er norðanátt í dag, tíu til átján metrar á sekúndu, þar sem hvassast verður undir Vatnajökli. Búast má við snjókomu norðan- og austanlands en annars bjart með köflum. 12.3.2021 07:16
Tæpur helmingur telur eins öruggt eða öruggara að fljúga í MAX-vélum Nær helmingur Íslendinga, eða 45 prósent, telja það eins öruggt eða öruggara að ferðast með Boeing 737 MAX flugvélum samanborið við aðrar farþegaþotur. 22 prósent telja það óöruggara, en þriðjungur aðspurðra kvaðst ekki hafa mótað sér afstöðu. 11.3.2021 13:38
Sæmundur tekur við af Guðmundi hjá EFLU Sæmundur Sæmundsson, fyrrverandi forstjóri Borgunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EFLU en hann tekur við stöðunni af Guðmundi Þorbjörnssyni í lok apríl. 11.3.2021 12:20
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11.3.2021 12:07
Fjallgöngumenn fá aftur að klífa Everest Nokkur hundruð fjallgöngumanna munu leggja leið sína að Everest-fjalli í Nepal í næsta mánuði, en fjallinu hefur verið lokað síðasta árið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 11.3.2021 11:40
Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11.3.2021 09:58
Einn dregur framboð sitt til stjórnar Icelandair til baka Martin J. St. George hefur dregið framboð sitt til stjórnar Icelandair Group til baka, en eftir standa þá átta frambjóðendur. 11.3.2021 08:51
Annar forsætisráðherra landsins til að falla frá á innan við ári Hamed Bakayoko, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, er látinn, 56 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Þýskalandi í gær eftir baráttu við krabbamein. 11.3.2021 08:29
Upphafsmaður snældunnar er látinn Hollenski verkfræðingurinn Lou Ottens, sem hefur verið eignaður heiðurinn að því að vera uppfinningamaður kasettunnar, er látinn. Hann varð 94 ára. 11.3.2021 07:51