Búið að opna veg um Kjalarnes en ekkert ferðaveður norðanlands Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða um norðanvert landið er ekkert ferðaveður. Veðurstofan er með gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið, en beðið er með mokstur víða norðanlands vegna veðurs. 11.3.2021 07:15
Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10.3.2021 14:31
Samkomulag um nýja bráðabirgðastjórn veitir vonarglætu Líbíuþing hefur samþykkt bráðabirgðastjórn sem ætlað er að stjórna hinu stríðshrjáða landi fram að fyrirhuguðum þingkosningum í desember næstkomandi. Litið er á málið sem mikilvægt skref í þá átt að binda endi á áratug af vopnuðum átökum og glundroða í landinu. 10.3.2021 13:27
Taka aftur upp skógarhögg í Bialowieza-frumskóginum Pólverjar hafa ákveðið að hefja skógarhögg á ný í Bialowieza-frumskóginum í austurhluta landsins sem er að finna á Heimsminjaskrá UNESCO. 10.3.2021 12:10
Berglind Rán nýr formaður Samorku Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, var í dag kjörin formaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns Samorku í sögu samtakanna. 10.3.2021 12:00
Lýsir yfir neyðarástandi á Hawaii vegna flóða Gríðarlegt úrhelli síðustu daga og flóð hafa valdið talsverðri eyðileggingu á eyjum Hawaii og hefur ríkisstjórinn David Ige nú lýst yfir neyðarástandi. Búist er við að úrhellinu sloti ekki fyrr en á föstudag. 10.3.2021 11:38
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír greindust á landamærunum. 10.3.2021 10:52
Fimm dæmdir vegna morðsins á Andrei Karlov Dómstóll í Tyrklandi hefur dæmt fimm menn í lífstíðarfangelsi vegna aðildar sinnar að morðinu á Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, í Ankara árið 2016. 10.3.2021 10:09
Framtíð ferðaþjónustunnar: Katrín ræðir stöðu og horfur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænan, er næsti gestur í þættinum „Samtal við stjórnmálin“ sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að. 10.3.2021 08:45
Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10.3.2021 08:41