varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hæð milli Ís­lands og Fær­eyja heldur lægð fjarri

1.038 millibara hæð milli Íslands og Færeyja stjórnar nú veðrinu hér á landi. Víðáttumikil og djúp lægð gengur nú yfir nærri Nýfundnalandi, en hún kemur ekki við sögu í veðrinu hér á Íslandi þar sem hæðin heldur henni fjarri. Veður verður því með rólegra móti út vikuna.

Braut rúðu í lög­reglu­bíl

Maður braut rúðu í lögreglubíl í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að lögregla hafði stöðvað hann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Rekstur hjúkrunar­heimila Fjarða­byggðar til HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa.

2,5 milljóna sekt fyrir endur­tekin um­ferðar­laga­brot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða 2,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir endurtekin umferðarlagabrot eftir að hafa ítrekað ekið bíl, ýmist undir áhrifum ávana- eða fíkniefna eða slævandi lyfja. Ákæran var í sjö liðum, en brotin voru framin bæði í Reykjavík og á Selfossi á tímabilinu frá júní 2019 til júní 2020.

Varar við nets­vindli

Pósturinn hefur aftur varað við að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.

Inn­kalla SFC Boneless Bucket vegna salmonellu

Aðföng og SFC Wholesale Ltd í Bretlandi hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla SFC Boneless Bucket í 650g pakkningu. Er það gert eftir að salmonella fannst í einni framleiðslulotu af vörunni.

Sjá meira