Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23.2.2021 11:33
Aftur greindist enginn með kórónuveiruna Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum í gær. 23.2.2021 10:43
Berglind Ósk vill annað sætið á lista Sjálfstæðismanna Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögmaður hefur gefið kost á sér til að skipa annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingskosningarnar sem fram fara í september næstkomandi. 23.2.2021 10:30
Gíneumenn hefja bólusetningar gegn ebólu Byrjað verður að bólusetja gegn ebólu í Gíneu í dag eftir að um 11 þúsund skammtar voru fluttir til höfuðborgarinnar Conakry með flugi. 23.2.2021 08:52
Bein útsending: Hvernig þjónum við vegfarendum á veturna? Fjallað verður um vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins frá ýmsum hliðum á morgunfundi Vegagerðarinnar sem haldinn verður í streymi og stendur milli 9:00 og 10:15. 23.2.2021 08:31
Harry Shearer hættur að ljá Dr Hibbert rödd sína Bandaríski leikarinn Harry Shearer er hættur að ljá lækninum Dr. Julius Hibbert rödd sína í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna. Shearer hefur talað fyrir Dr. Hibbert í þáttunum í rúma þrjá áratugi, en aðstandendur þáttanna hafa nú tilkynnt að leikarinn Kevin Michael Richardson muni framvegis tala fyrir lækninn. 23.2.2021 08:18
Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23.2.2021 07:40
Víða strekkingur eða allhvasst og rigning Búast má við austan- og norðaustanátt í dag, víða strekkingi eða allhvössum vindi, átta til fimmtán metrar á sekúndu, en heldur hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Talsverð rigning suðaustantil á landinu og rigning eða slydda með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókoma norðaustanlands. 23.2.2021 07:06
Óvissustigi aflýst við Jökulsá á Fjöllum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum. 22.2.2021 14:18
Magnús D. Norðdahl vill leiða lista Pírata í Norðvestur Magnús Davíð Norðdahl lögmaður hefur tilkynnt um framboð hjá Pírötum í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara í september. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins. 22.2.2021 14:01