Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19.2.2021 13:38
Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19.2.2021 12:47
Listhaug sækist eftir að leiða Framfaraflokkinn Sylvi Listhaug, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Noregs, hefur sagst reiðubúin að taka við formennsku í Framfaraflokknum, treysti flokksmenn henni til þess. Siv Jensen tilkynnti um afsögn sína sem formaður í gær og að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum næsta haust. 19.2.2021 11:56
Bein útsending: Útrýmum biðlistum - Látum þjónustuna vera leiðarstefið Opinn fundur Viðreisnar um biðlistavandann innan heilbrigðiskerfisins fer fram í hádeginu í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 19.2.2021 11:30
Ráðin til að leiða sögu- og tæknisýningu Orkuveitunnar Birna Bragadóttir hefur verið ráðin til þess að leiða sögu- og tæknisýningu Orkuveitu Reykjavíkur sem opna mun í Elliðaárdal undir merkjum Elliðaárstöðvar síðar á árinu. Alls sóttu 170 manns um stöðuna. 19.2.2021 11:19
130 liðsmenn norska flughersins á leið til landsins Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst eftir helgi. 19.2.2021 10:53
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví við greiningu. Smitið er það fyrsta sem greinist hér á landi í eina viku. 19.2.2021 10:36
Enn víða rafmagnslaust í snævi þaktri Aþenu Þúsundir heimila í grísku höfuðborginni Aþenu búa enn við rafmagnsleysi eftir snjóveður vikunnar. Sífellt fleiri gagnrýna nú ríkisstjórn landsins vegna málsins. 19.2.2021 10:17
Heildareignir LIVE rúmlega þúsund milljarðar Heildareignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna námu 1.013 milljörðum króna um áramót og jukust þær um 145 milljarða króna á árinu. Þar af námu fjárfestingatekjur 130 milljörðum króna. 19.2.2021 09:53
Dæmdur til dauða fyrir morð á frönskum fjallgöngumanni Dómstóll í Alsír hefur dæmt mann til dauða vegna mannráns og morðs á frönskum fjallgöngumanni í landinu 2014. 19.2.2021 08:32