Eignast helmingshlut í Hringrás og HP Gámum Samkomulag hefur náðst um að TFII framtakssjóður eignist helmingshlut í Hringrás og HP Gámum. 19.2.2021 07:44
Franskur fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir nauðgun Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt Georges Tron, fyrrverandi ráðherra, í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, þar af þrjú óskilorðsbundin og tvö skilorðsbundin. 19.2.2021 07:32
Dæmdur fyrir að hósta á lögreglu og hrópa „kóróna“ Hæstiréttur í Danmörku hefur dæmt tvítugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa hóstað á tvo lögreglumenn og hrópað „kóróna“. Maðurinn er dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni, en sömuleiðis fyrir að hafa flúið frá lögreglustöð. 18.2.2021 14:54
Veituskurði og varnarkanti komið fyrir eftir samtal við íbúa Undirbúningur er hafinn við að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin í Botnahlíð á Seyðisfirði, eftir samtal fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi við íbúa. Verða þau í líkingu við þær varnir sem þar hefur þegar verið komið fyrir. 18.2.2021 14:35
Hirti falið að lokka fleiri ferðamenn til Grænlands Hjörtur Smárason hefur verið ráðinn sem nýr forstjóri Ferðamálaráðs Grænlands, Visit Greenland. Hann mun taka við stöðunni af Juliu Pars í byrjun apríl. 18.2.2021 13:30
John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18.2.2021 12:48
Dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,2 prósent í nýrri könnun MMR, rúmlega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu könnun sem framkvæmd var í janúar 2021. 18.2.2021 12:08
Enginn greindist innanlands sjötta daginn í röð Sjötta daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. Tveir greindust með veiruna á landamærum, þar sem annar reyndist vera með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilvikum hins. 18.2.2021 10:54
Dæmdir í fangelsi og greiðslu alls 211 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn – framkvæmdastjóra og bókara einkahlutafélags sem var með flutningaþjónustu og rekstur sendibíla – í fangelsi og greiðslu alls 211 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik. 18.2.2021 09:39
Forsætisráðherrann segir af sér eftir handtöku stjórnarandstöðuleiðtoga Giorgi Gakahria, forsætisráðherra Georgíu, hefur sagst ætla að segja af sér embætti eftir að leiðtogi stjórnarandstöðu landsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gakahria segist grípa til þessa ráðs í tilraun til að koma í veg fyrir frekari klofning meðal þjóðarinnar. 18.2.2021 08:09