Margfaldur Ólympíufari tekur við embættinu af Mori Seiko Hashimoto, japanskur ráðherra málefna Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur verið skipuð í embætti forseta undirbúningsnefndar leikanna í kjölfar afsagnar Yoshiro Mori vegna ummæla sinna um að konur tali of mikið. 18.2.2021 07:35
Léttir víða til eftir hádegi og hiti um frostmark Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt á landinu í dag þar sem reikna má með lítilsháttar rigningu eða slyddu með köflum framan af deginum, einkum um vestanvert landið. 18.2.2021 07:07
Braut sér leið inn á Reykjavíkurflugvöll Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um aðila sem hafði brotið sér leið inn á Reykjavíkurflugvöll. 17.2.2021 11:29
Aftur greindist enginn með veiruna innanlands en sex á landamærum Fimmta daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. Sex greindust með veiruna á landamærum, fimm með virk smit í fyrri skimun og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilvikum eins. 17.2.2021 10:43
Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17.2.2021 10:30
Framtíð ferðaþjónustunnar: Þorgerður Katrín fer yfir stöðu og horfur Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í fyrsta þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. 17.2.2021 08:45
Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. 17.2.2021 08:13
Breytileg átt og rigning, slydda eða snjókoma Spáð er breytilegri átt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, og rigningu, slyddu eða snjókomu. Hiti verður um eða yfir frostmarki. 17.2.2021 07:46
Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16.2.2021 14:53
Vill leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 16.2.2021 14:28