„Super Mario“ verður forsætisráðherra og Luigi áfram utanríkisráðherra Mario Draghi hefur þekkst boð um að taka að sér embætti forsætisráðherra Ítalíu og mun formlega taka við embættinu síðar í dag. 13.2.2021 08:50
Skjálfti 4,0 að stærð í Bárðarbungu Skjálfti 4,0 að stærð varð í austanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 02:29 í nótt. 13.2.2021 08:00
Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12.2.2021 14:05
Björgólfur hættur og Þorsteinn Már aftur einn forstjóri Björgólfur Jóhannsson hefur látið af störfum sem forstjóri Samherja. Hann hefur gegnt því starfi einn frá nóvember 2019 en frá mars 2020 samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni. Þorsteinn Már verður nú á ný eini forstjóri félagsins. 12.2.2021 13:39
215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12.2.2021 13:20
Loka Vínbúðinni í Borgartúni Vínbúðinni í Borgartúni verður lokað frá og með mánudeginum 22. febrúar og rekstri hætt í núverandi húsnæði. 12.2.2021 12:45
Bíl ekið á neyðarútgang Vínbúðarinnar í Hafnarfirði Bíl var ekið á lokaðan neyðarútgang Vínbúðarinnar í Helluhrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í morgun. 12.2.2021 11:55
Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12.2.2021 11:32
Leggur til að stjórnin verði óbreytt Tilnefninganefnd Icelandair Group hefur lagt til að stjórn félagsins verði óbreytt. Aðalfundur félagsins fer fram hinn 12. mars næst komandi. 12.2.2021 11:06
Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. 12.2.2021 09:49