DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. 12.2.2021 09:25
Djasstónlistarmaðurinn Chick Corea er allur Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Chick Corea er fallinn frá, 79 ára að aldri. Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi djasstónlistar. 12.2.2021 08:13
Vilja myndavélar í Hamraborgina til að fæla frá dópsala Rektraraðilar fyrirtækja í Hamraborg í Kópavogi segja umfangsmikla fíkniefnasölu fara fram í á svæðinu og hafa þeir þrýst á lögreglu og bæjaryfirvöld að koma upp eftirlitsmyndavélum til að fæla fíkniefnasalana burt. 12.2.2021 07:45
Fangi dæmdur fyrir hótanir og árás á samfanga á Litla-Hrauni Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn í eldhúsi á Litla-Hrauni og sömuleiðis fyrir að hafa hótað öðrum manni ofbeldi. 11.2.2021 14:14
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11.2.2021 13:31
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11.2.2021 11:17
Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11.2.2021 10:54
Bein útsending: Ráðherra kynnir skýrslu um fæðuöryggi Íslands Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í dag kynna nýja skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands um fæðuöryggi á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi og hefst hann klukkan 10:15. 11.2.2021 09:56
Þrír ráðnir til Dohop Ingi Fjalar Magnússon, Daði Steinn Brynjarsson og Kristján Þór Jónsson hafa verið ráðnir sem sérfræðingar hjá ferðatæknifyritækinu Dohop. 11.2.2021 09:30
Settir í sex ára bann eftir að hafa þóst sigra Everest Nepölsk yfirvöld hafa bannað tveimur indverskum fjallgöngumönnum og leiðangursstjóra þeirra að stunda fjallamennsku í landinu í sex ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar rannsóknar þar sem í ljós kom að þau hafi logið því til að hafa klifið Everest, hæsta fjall heims, árið 2016. 11.2.2021 08:47