varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kaupa Esso-húsið á 1,2 milljarða króna

Félag hjónanna Birgis Bieltvedt fjárfestis og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, Eyja fjarfestingarfélag, hefur keypt fasteignina við Suðurlandsbraut 18, Esso-húsið svokallaða, af fasteignaþróunarfélaginu Festi. Kaupverðið er 1,2 milljarðar króna.

Gréta María ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Brimi

Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi.

Gjör­ó­líkir ösku­dagar í Kringlunni og Smára­lind

Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins.

Fox gróf upp við­tal Jóhanns Bjarna við Kerry í um­fjöllun um flug­véla­eign fjöl­skyldunnar

Bandaríska fréttastofan Fox birti í gær frétt þar sem stuðst er við viðtal Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, fréttamanns RÚV, við John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og núverandi erindreka Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, frá þeim tíma þegar hann var staddur á Íslandi árið 2019. Í fréttinni er einkaþotueign fjölskyldu Kerry til umfjöllunar.

Segir skilið við Venstre

Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður.

Bein út­sending: Mennta­dagur at­vinnu­lífsins

Menntadagur atvinnulífsins fer fram í dag og hefst dagskráin klukkan níu. Þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn og verður hægt að fylgjast með í streymi í spilara að neðan. Fundurinn stendur yfir í klukkustund.

Loka á Face­­book og aðra sam­­fé­lags­­miðla í landinu

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lokað á Facebook og aðra samfélagsmiðla í landinu og segist með því vera að tryggja stöðugleika í landinu. Herinn tók á dögunum völdin í Mjanmar og hneppti fjölda stjórnmálamanna í varðhald, þar á meðal kjörinn leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi.

Sjá meira