Sýn sækir liðsauka til Icelandair, Arion banka og Bláa lónsins Sýn hefur ráðið þau Hákon Davíð Halldórsson, Björgvin Gauta Bæringsson, Ernu Björk Sigurgeirsdóttur, Guðlaugu Jökulsdóttur og Hörð Bjarkason til starfa á rekstar-, fjármála- og mannauðssviði félagsins. 14.1.2021 13:16
Siegfried í Siegfried og Roy er látinn Þýsk-bandaríski töframaðurinn Siegfried Fischbacher er látinn, 81 ára að aldri. 14.1.2021 13:04
Sex verkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands Alls hafa sex verkefni verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands sem afhent verða við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 20. janúar næstkomandi. 14.1.2021 11:55
Solsidan-leikkonan Mona Malm er látin Sænska leikkonan Mona Malm, sem gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sín í myndinni Fanny og Alexander og gamanþáttunum Solsidan, er látin, 85 ára að aldri. 14.1.2021 11:16
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. Fjórir greindust sömuleiðis á landamærum. 14.1.2021 10:54
Meirihluti fyrir að ákæra Støjberg fyrir Ríkisrétt Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi. 14.1.2021 09:44
Keyptu GAMMA-húsið við Garðastræti á 420 milljónir Félag í eigu hjónanna Aðalsteins Karlssonar, fjárfestis og fyrrverandi eiganda heildverslunarinnar A. Karlsson, og Steinunnar Margrétar Tómasdóttur hefur keypt húsið við Garðastræti 37 í Reykjavík á 420 milljónir króna. 14.1.2021 09:04
Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14.1.2021 08:57
Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14.1.2021 08:07
Election-stjarnan Jessica Campbell er látin Bandaríska leikkonan Jessica Campbell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni Election frá árinu 1999, er látin, 38 ára að aldri. Hún er sögð hafa hnigið niður á heimili sínu og hafi ekki tekist að bjarga lífi hennar. Ekki liggur fyrir hvað dró Campbell til dauða. 14.1.2021 07:28