varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Undir­rituðu samning vegna upp­steypu nýja Land­spítalans

Stjórnvöld og Eykt skrifuðu í dag undir samning um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Stefnt að þvi að uppsteypan hefjist fljótlega eftir áramót. Meðferðarkjarninn, sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð, er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut.

Sig­ríður og Birna skipaðar nýir sýslu­menn

Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Kristinsdóttur í embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og Birnu Ágústsdóttur í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra frá 1. janúar næstkomandi.

Borgar­vogur verði frið­lýstur

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Borgarbyggð.

Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar

Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan.

„Mjög dapur­legt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður.

Olíu­borun Norð­manna stangast ekki á við stjórnar­skrá

Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“.

Fyrstu smitin í álfunni frá upp­hafi far­aldursins

Suðurskautslandið getur ekki lengur státað af því að vera eina heimsálfan sem hefur verið laus við kórónuveiruna. 36 menn frá Chile, sem staðsettir eru á Suðurskautslandinu, greindust með kórónuveiruna í gær.

Fjórir á­kærðir vegna eldanna á Fraser­eyju

Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að hafa kveikt elda sem urðu til þess að gríðarlegir gróðureldar blossuðu upp á Fraserayju, austur af meginlandi Ástralíu, í haust. Eyjuna er að finna á heimsminjaskrá UNESCO.

Sjá meira