varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Munu grafa upp milljónir minka­hræja vegna mengunar­hættu

Milljónir minkahræja verða grafin upp í Danmörku á næsta ári til að koma í veg fyrir mengun. Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu í gær en vinna hefst í maí á næsta ári þegar hætta á kórónuveirusmiti vegna minkanna er talin liðin hjá.

Beina sjónum sínum að Fóður­blöndunni vegna tíðrar ó­­­­­lyktar í Laugar­nes­hverfi og ná­grenni

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Fóðurblandan, sem staðsett er í Korngörðum í Reykjavík, grípi til aðgerða til að koma megi í veg fyrir að óþef leggi yfir nálæga byggð. Tilkynningum til borgaryfirvalda um vonda lykt á svæðinu hefur fjölgað mikið síðan haust. Forstjóri Fóðurblöndunnar segir enga breytingu hafa orðið í starfseminni sem skýri fjölgunina og kveðst vona að heilbrigðiseftirlitið sé í málinu ekki að hengja bakara fyrir smið.

Vill heimila frekari rann­sóknir á flaki Estonia

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins.

Enn fækkar þeim sem senda jóla­kort

Enn fækkar í hópi þeirra sem senda jólakort. Einungis sextán prósent segjast ætla að senda jólakort í bréfpóst í ár, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 57 prósent segjast ekki ætla senda nein jólakort í ár, en 23 prósent segjast ætla að senda jólakort með rafrænum hætti.

Tólf greindust innan­lands

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki.

Pfizer: Engin seinkun á sendingum bólu­efna

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað.

Sjá meira