Ágætlega milt miðað við árstíma en víða rigning og hvassviðri Útlit er fyrir austan- og norðaustanátt á landinu, víða átta til fimmtán metra á sekúndu. Víða má búast við dálítilli rigningu af og til, en austanlands verður rigningin samfelldari og í meira magni. 10.12.2020 07:30
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10.12.2020 07:11
Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9.12.2020 14:11
Max-flugvélar aftur í áætlunarflug Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust. 9.12.2020 13:13
Slökkvilið kallað út vegna elds í ruslageymslu í Breiðholti Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kringum 12:30 vegna elds í ruslageymslu í Breiðholti. 9.12.2020 12:41
Átta greindust innanlands Átta manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö af þeim sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 9.12.2020 10:59
Þjálfari silfurliðs Argentínu fallinn frá Aðeins fáeinum vikum eftir andlát Diegos Maradona skekur annað andlát argentískan fótboltaheim. Alejandro Sabella, sem stýrði silfurliði Argentínu á heimsmeistaramótinu 2014, er látinn, 66 ára að aldri. 9.12.2020 10:13
Bein útsending: Opið þing um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum Geðheilbrigðisþing sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað til hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11:15. Ráðstefnan hefst með opnunarávarpi ráðherra en svo taka við stutt erindi leik- og fagmanna um efnið sem lýkur svo með pallborðsumræðum. Hægt er að fylgjast með þinginu hér á Vísi. 9.12.2020 08:55
Nokkrir skjálftar yfir 3,0 norður af Kolbeinsey Þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð urðu rétt rúmum hundrað kílómetrum norðnorðaustur af Kolbeinsey í nótt. 9.12.2020 08:16
Fimm látnir eftir þyrluslys í Frakklandi Fimm fórust þegar þyrla hrapaði til jarðar nærri bænum Bonvillard í Savoja-héraði í frönsku Ölpunum í gær. Einn komst lífs af úr slysinu, en hann er á sjúkrahúsi og ástandið sagt alvarlegt. 9.12.2020 08:01
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent