Vill samkomulag um að skíðasvæði í Evrópu verði lokuð fram yfir áramót Þýsk stjórnvöld leitast nú eftir samkomulagi við önnur aðildarríki ESB um að halda skíðasvæðum lokuðum fram í byrjun janúar. Skuli það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26.11.2020 10:06
Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26.11.2020 09:03
Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26.11.2020 08:47
Vigfús Bjarni mun stýra Fjölskylduþjónustu kirkjunnar Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur hefur verið ráðinn í forstöðumannsstöðu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. 26.11.2020 08:01
Þverar veginn um Bröttubrekku Vegurinn um Bröttubrekku er lokaður þar sem flutningabíll þverar nú veginn. Unnið er að losun. 26.11.2020 07:47
Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25.11.2020 11:01
Ráðinn tæknistjóri Sendiráðsins Ólafur Björn Magnússon hefur verið ráðinn tæknistjóri Sendiráðsins þar sem hann mun leiða teymi forritara í hugbúnaðarþróun. 25.11.2020 10:48
38 leikskólabörn í sóttkví í Grafarvogi 38 börn og sex starfsmenn á leikskólanum Hulduheimum í Grafarvogi í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp á leikskólanum. 25.11.2020 09:36
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. 25.11.2020 08:55
Tveir særðir eftir meinta hryðjuverkaárás í Lugano Lögregla í Sviss handtók í gær konu í Lugano í suðurhluta landsins, eftir að hún hafði sært tvo í árás í verslun. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverkaárás. 25.11.2020 08:08
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent