Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1.9.2018 18:30
Safnað fyrir lækniskostnaði kisu Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ. 1.9.2018 12:42
Núvitund í skólum hefur jákvæð áhrif Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. 31.8.2018 20:30
Gríðarlegar hækkanir á framlögum til þróunaraðstoðar Utanríkisráðherra segir framlög Íslands til þróunaraðstoðar hafa aukist gríðarlega undanfarin ár. Hann leggur til að þau verði 0,35 prósent af vergum þjóðartekjum árið 2022. 31.8.2018 20:15
Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum. 30.8.2018 18:20
Bættist í rennsli yfir Suðurlandsveg í nótt Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. 7.8.2018 11:47
Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6.8.2018 22:13
Yfir hundrað hlaupa fyrir Ágúst Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. 6.8.2018 19:00
Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6.8.2018 12:00
Sögulegt að báðir katlar Skaftárjökuls hlaupi Ekki er vitað hvað olli því að hlaup kom úr báðum kötlum Skaftárjökuls á sama tíma. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gerist að sögn jöklafræðings á Veðurstofunni. 5.8.2018 19:00