fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Náði bata um leið og hún tók nýtt lyf við astma

Kona sem glímdi við alvarlegan astma í aldarfjórðung náði bata um leið og þegar hún byrjaði að taka nýtt lyf fyrir nokkrum mánuðum. Hún vonar að fleiri astmasjúklingar fái notið lyfsins en nú þarf sérstaka undanþágu til að fá það.

Eitt stærsta nýsköpunarverkefni á húsnæðismarkaði

Yfir fimmhundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verða byggðar á átta framkvæmdareitum í borginni á næstu misserum. Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðilum um uppbygginguna sem er eitt stærsta nýsköpunarverkefni sem borgin hefur ráðist í.

Vætutíð veldur búsifjum

Ýmsar atvinnugreinar eru farnar að fá að kenna á rigningunni í sumar á Suðvesturlandi. Framkvæmdastjóri Sölufélags Garðyrkjumanna býst við seinkun á uppskeru ef framhald verður á og formaður málarameistara segir vætutíðina hafa haft veruleg áhrif á afkomu í greininni. Þeir muna varla eftir annarri eins vætutíð.

Gongslökun í takt við sjávarnið

Gongspilarar mættu á ylströndina í Nauthólsvík í morgun og spiluðu slakandi tóna fyrir gesti sem nutu sín í heitum potti.

Margir erlendir ríkisborgarar fá ekki húsaleigubætur

Um níu af hverjum tíu erlendum ríkisborgurum þiggja hvorki húsnæðisbætur né vaxtabætur hér á landi samkvæmt launakönnun Flóabandalagsins. Deildarstjóri hjá Íbúðarlánasjóði segir niðurstöðurnar sláandi og farið verði í að útbúa kynningarefni fyrir þennan hóp og leigusala.

Furðar sig á frestun frumvarps um lækkun veiðigjalda

Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um veiðigjöld komi fram næsta haust. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir sæta furðu að Alþingi skyldi ekki samþykkja frumvarp um lækkun veiðigjalda fyrir sumarhlé.

„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“

Formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri.

Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum

Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri.

Sjá meira