Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2018 21:15 Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“ Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00
Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59