Forsætisráðherraefni fæddi barn tveimur vikum fyrir kosningar Paetongtarn Shinawatra, sem talin er líklegust til að verða næsti forsætisráðherra Taílands, eignaðist barn í morgun, tveimur vikum áður en kosningar þar í landi hefjast. 1.5.2023 08:31
Bjart og níu stiga hiti í dag Bjartviðri verður á sunnanverðu landinu fram undir kvöld í dag og hiti á bilinu núll til níu stig. Norðlæg eða breytileg átt þrír til átta metrar á sekúndu. Norðvestantil verða átta til þrettán metrar á sekúndu. Í kvöld má búast við stöku skúrum og éljum. 1.5.2023 07:48
MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna. 1.5.2023 07:36
Hélt vöku fyrir nágrönnum sínum Maður var í nótt handtekinn fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Tilkynning barst lögreglu frá nágrönnum hans um að maðurinn væri ölvaður og héldi vöku fyrir nágrönnum sínum með hávaða í sameign. Maðurinn dróg ekki úr hávaða þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli lögreglu og var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu. 1.5.2023 07:16
Myndaveisla: Skælbrosandi hlauparar í Öskjuhlíðinni Um helgina fór fram hlaupakeppnin Bakgarður 101 í Öskjuhlíðinni. 150 manns tóku þátt en þetta var í annað skiptið sem keppnin er haldin. 30.4.2023 14:36
Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30.4.2023 13:49
Ellefu látnir eftir gasleka Ellefu manns hafa látið lífið í borginni Ludhiana í norðurhluta Indlands eftir það sem talið er að sé gasleki. Uppruni lekans er yfirvöldum enn óljós. 30.4.2023 11:41
Eldur logaði í báti í Sandgerðishöfn Eldur kviknaði í báti í Sandgerðishöfn í morgun. Barst eldurinn í brúna og varð hann alelda. Nokkrum klukkutímum áður hafði slökkviliðið slökkt eld í sama bát. 30.4.2023 10:56
Sögð hafa káfað á ungum karlmönnum og segir af sér Formaður Fagbevægelsens Hovedorganisation, alþýðusambandsins í Danmörku, hefur sagt af sér vegna ásakana um að hafa farið yfir mörk í samskiptum sínum við unga karlmenn. Síðustu daga hafa nokkrir meðlimir sambandsins kallað eftir því að hún segði af sér. 30.4.2023 09:53
Sprengisandur: Ópíóíðar, Kárahnjúkar og fasteignamarkaðurinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30.4.2023 09:45