Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Katy Perry tapaði gegn Katie Perry

Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014.

Strokkur vélarinnar gaf sig vegna málm­þreytu­brots í gormi

Flugvél sem nauðlenti á Fúlukinnarfjalli í júlí síðasta sumar var með brotinn gormahaldara og ábótavana smurningu á strokki. Er því beint til umsjónarmanna véla með svipaða hreyfla að huga vel að tengingu olíuleiðsna. Þá er því beint til hönnuðar vélarinnar að endurskoða notkun á riffluðum málmrörum í olíkerfi hreyfilsins. 

Mesta hækkun í­búða­verðs í níu mánuði

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5 prósent milli mánaða í mars. Er það mesta hækkun síðan í júní á síðasta ári. Alls voru undirritaðir 485 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í mars.

Skólar á Akur­eyri og Suður­nesjum einnig undir smá­sjá ráð­herra

Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 

Skatturinn vill slíta Reykja­víkur­listanum

Skatturinn hefur farið fram á slit á þrjátíu félögum í umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal félaga eru Skákfélagið Hrókurinn, Íslenska sundþjálfarasambandið og Reykjavíkurlistinn. 

Efling og OR undir­rita kjara­samning

Stéttarfélagið Efling hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en samningurinn nær til um fjörutíu starfsmanna. Samningurinn verður kynntur í næstu viku. 

Sjá meira