Skuldir fljótar að safnast upp ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 11:58 Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar. Aðsend Formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar segir fimleikafélag bæjarins þurfa að sameinast öðru íþróttafélagi svo laga megi reksturinn. Bærinn mun sjá til þess að fimleikastarfið hefjist aftur í haust, sama hvað, en félagið skuldar um tuttugu milljónir. Í gær var greint frá því að FIMAK, fimleikafélag Akureyrar, glímir við fjárhagserfiðleika en útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir tuttugu milljónir króna í lok sumars. Hefur bærinn þurft að hlaupa undir bagga hvað varðar launakostnað í sumar. Var það gert með því skilyrði að félagið færi í sameiningarviðræður með annað hvort Þór eða KA sem eru stærstu íþróttafélög bæjarins. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, segir afarkostinn hafa verið settan svo hægt væri að hafa meira eftirlit með fjármálunum. „Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og í stóru félögunum eru stöðugildi í vinnu bara til að sjá um fjármálin. Það er svona aðalástæðan. Þannig það séu ekki einhverjir foreldrar að sjá um alla þessa veltu sem er hjá fimleikadeildinni,“ segir Heimir en veltan er um sjötíu milljónir á ári. Ekki farið rétt að í fjármálunum Síðustu sex ár hafi klúbburinn ekki verið með fjármálin alveg í lagi. „Æfingagjöldin voru ekki hækkuð nægilega mikið, ekki rukkað fyrir ferðakostnað. Þetta er rosalega fljótt að koma í svona stórum klúbbi ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt, þá er þetta rosa fljótt að koma. Þetta verður bara allt í góðum blóma næstu árin, ekki spurning,“ segir Heimir. Um 450 iðkendur eru í fimleikafélaginu og segir Heimir að sama hvað muni þeir geta haldið áfram að æfa fimleika í haust. „Við búum bara til gott plan og bara verum bjartsýn um næstu ár fyrir hönd félagsins,“ segir Heimir að lokum. Akureyri Fimleikar Íþróttir barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Í gær var greint frá því að FIMAK, fimleikafélag Akureyrar, glímir við fjárhagserfiðleika en útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir tuttugu milljónir króna í lok sumars. Hefur bærinn þurft að hlaupa undir bagga hvað varðar launakostnað í sumar. Var það gert með því skilyrði að félagið færi í sameiningarviðræður með annað hvort Þór eða KA sem eru stærstu íþróttafélög bæjarins. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, segir afarkostinn hafa verið settan svo hægt væri að hafa meira eftirlit með fjármálunum. „Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og í stóru félögunum eru stöðugildi í vinnu bara til að sjá um fjármálin. Það er svona aðalástæðan. Þannig það séu ekki einhverjir foreldrar að sjá um alla þessa veltu sem er hjá fimleikadeildinni,“ segir Heimir en veltan er um sjötíu milljónir á ári. Ekki farið rétt að í fjármálunum Síðustu sex ár hafi klúbburinn ekki verið með fjármálin alveg í lagi. „Æfingagjöldin voru ekki hækkuð nægilega mikið, ekki rukkað fyrir ferðakostnað. Þetta er rosalega fljótt að koma í svona stórum klúbbi ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt, þá er þetta rosa fljótt að koma. Þetta verður bara allt í góðum blóma næstu árin, ekki spurning,“ segir Heimir. Um 450 iðkendur eru í fimleikafélaginu og segir Heimir að sama hvað muni þeir geta haldið áfram að æfa fimleika í haust. „Við búum bara til gott plan og bara verum bjartsýn um næstu ár fyrir hönd félagsins,“ segir Heimir að lokum.
Akureyri Fimleikar Íþróttir barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira