Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt. 21.4.2023 07:38
Allt að þrettán stiga hiti Hiti gæti náð allt að þrettán stigum í dag. Það er annað uppi á teningnum hjá íbúum á Norðurlandi en þar verður hiti í kringum frostmark í dag. Vindur verður norðan- og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu. 21.4.2023 07:19
Milljarðatjón ár hvert fyrir birgja og neytendur Kona sem flytur inn og framleiðir lífrænar vörur hefur tapað þrjú hundruð þúsund krónum á því að rekstraraðili verslunarinnar Frú Lauga er farinn í gjaldþrot. Hún gagnrýnir framkvæmd og regluverk í kringum gjaldþrot verslana og segir neytendur tapa milljörðum á ári vegna þeirra. 20.4.2023 15:36
Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður Leikararnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður að eigin sögn. Möguleiki er á að leikararnir eigi sama föður. Harrelson hefur nefnt að hann vilji fara í DNA-próf en málið er ögn flóknara fyrir McConaughey. 20.4.2023 12:36
Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20.4.2023 11:09
Lífið í fámennasta grunnskóla landsins: Fjórir nemendur og skólasund í 120 kílómetra fjarlægð Skólastjóri fámennasta grunnskóla landsins segir börnin stundum óska þess að vera fleiri en einungis fjórir nemendur eru í skólanum. Þurfa þau að keyra 120 kílómetra til að fara í skólasund en skólabílstjórinn er einnig íþróttakennari nemendanna og matráður skólans. 20.4.2023 10:30
21 ár í fangelsi fyrir að gefa tvífara sínum eitraða ostaköku Viktoria Nasyrova, 47 ára gömul rússnesk kona, hefur verið dæmd í 21 árs fangelsi fyrir að eitra fyrir tvífara sínum í ágúst árið 2016. Gaf hún henni eitraða ostaköku en tvífarinn, sem einnig er rússnesk kona, lifði atvikið af. 20.4.2023 10:08
Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20.4.2023 08:44
Áttatíu látnir eftir mikinn troðning í Jemen Að minnsta kosti áttatíu létu lífið í Sanaa, höfuðborg Jemen, í nótt í miklum troðningi. Fólkið hafði verið að reyna að fá ölmusu frá verslunum í nágrenni við sig. 20.4.2023 08:01
Sumarið heilsar með suðlægri átt Í dag, sumardaginn fyrsta, verður sunnanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu norðvestantil. Skýjað með köflum og rigning af og til. Búast má við hitastigi frá sjö til fimmtán stigum í dag. 20.4.2023 07:35