Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar

Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. 

Halli svarar ekki Musk

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Elon Musk, eiganda Twitter og stofnenda Tesla, hefur Haraldur Þorleifsson, starfsmaður Twitter, tónlistarmaður og veitingamaður, ekki svarað honum í nokkrar vikur. Ekki er langt síðan þeir ræddu málin í frægustu Twitter-samskiptum Íslandssögunnar. 

Fleiri höfðu kvartað eftir fræðslu frá leið­beinandanum

Fleiri grunnskólar höfðu kvartað eftir kennslustund frá leiðbeinanda í Skólabúðunum á Reykjum. Starfsmenn frá grunnskólum sem heimsækja búðirnar þurfa ekki að vera í hverri einustu kennslustund með nemendum. Leiðbeinandinn hafði kennt börnum í skólanum hvernig þau ættu að vinna sér mein.

Björgunar­sveitir halda heim

Það björgunarfólk sem ferðaðist til Austfjarða í vikunni til að aðstoða heimafólk mun ferðast aftur til sín heima í dag. Björgunarfólk frá öllu landinu tóku þátt í aðgerðum þar vegna snjóflóða sem féllu í vikunni. 

Páfinn segist vera enn á lífi

Frans páfi grínaðist er hann var fluttur af spítala í Rómarborg í gær eftir þriggja daga dvöl þar. Hann hafði verið lagður þar inn vegna öndunarfærasýkingar. 

Gústi B og Rikki G opna FM95mathöll

Ný mathöll verður opnuð í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur við hátíðlega athöfn klukkan 11:30 í dag. Það eru útvarpsmennirnir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sem eru í forsvari fyrir hana. Mun hún heita FM95Mathöll. 

Sjá meira