Sextíu prósent fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 18:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Rekstrartekjur Icelandair námu 33,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2023. Jukust þær um 47 prósent milli ára. Félagið tapaði sjö milljörðum króna á ársfjórðungnum en veðurtengdar raskanir höfðu neikvæð áhrif á afkomuna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem var birt í Kauphöllinni í dag. Þar kemur fram að 664 þúsund manns hafi flogið með félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 57 prósent meira en sama fjórðung á síðasta ári. Lausafjárstaða félagsins er 63 milljarðar króna. EBIT hlutfall félagsins batnaði um 10,3 prósentustig milli ára. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, eru horfur fyrir árið í heild góðar þrátt fyrir verðbólgu og ýmsar aðrar áskoranir. Meðal annars hafi sætanýting félagsins verið sú besta í sjö ár. „Hins vegar hafði eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu,“ er haft eftir Boga í uppgjörinu. Hann segir undirbúning fyrir sumarið vera í fullum gangi og þakkar hann starfsfólki Icelandair fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Bráðum mæta 1.100 sumarstarfsmenn til starfa og er þjálfun í fullum gangi. „Til lengri tíma litið, þá erum við í góðri stöðu til að nýta tækifærin sem framundan eru með öflugt leiðakerfi sem byggt er á einstakri staðsetningu Íslands, yfirgripsmikla innviði sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og sterka fjárhagsstöðu. Til að styðja við framtíðarvöxt félagsins höfum við tekið ákvörðun um að fjárfesta í Airbus flugvélum af gerðinni A321XLR. Þessar vélar munu ekki einungis gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið heldur einnig sækja á nýja og spennandi markaði í framtíðinni,” segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem var birt í Kauphöllinni í dag. Þar kemur fram að 664 þúsund manns hafi flogið með félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 57 prósent meira en sama fjórðung á síðasta ári. Lausafjárstaða félagsins er 63 milljarðar króna. EBIT hlutfall félagsins batnaði um 10,3 prósentustig milli ára. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, eru horfur fyrir árið í heild góðar þrátt fyrir verðbólgu og ýmsar aðrar áskoranir. Meðal annars hafi sætanýting félagsins verið sú besta í sjö ár. „Hins vegar hafði eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu,“ er haft eftir Boga í uppgjörinu. Hann segir undirbúning fyrir sumarið vera í fullum gangi og þakkar hann starfsfólki Icelandair fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Bráðum mæta 1.100 sumarstarfsmenn til starfa og er þjálfun í fullum gangi. „Til lengri tíma litið, þá erum við í góðri stöðu til að nýta tækifærin sem framundan eru með öflugt leiðakerfi sem byggt er á einstakri staðsetningu Íslands, yfirgripsmikla innviði sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og sterka fjárhagsstöðu. Til að styðja við framtíðarvöxt félagsins höfum við tekið ákvörðun um að fjárfesta í Airbus flugvélum af gerðinni A321XLR. Þessar vélar munu ekki einungis gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið heldur einnig sækja á nýja og spennandi markaði í framtíðinni,” segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent