Brotist inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í nótt Brotist var inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum í Reykjavík í nótt. Innbrotsþjófurinn náði að forða sér á hlaupum áður en lögregla kom á staðinn. 4.3.2023 07:13
Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 3.3.2023 14:37
Könnun: Hver sigrar í Söngvakeppni sjónvarpsins? Úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram annað kvöld í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi í Reykjavík. Fimm atriði taka þátt og virðast þau öll eiga mikinn séns á að vinna keppnina. Siguratriðið keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. 3.3.2023 13:26
Raunveruleikastjörnur slíta trúlofuninni Raunveruleikastjórnurnar Joey Sasso og Kariselle Snow hafa slitið trúlofun sinni. Þau trúlofuðu sig í lokaþætti Netflix-þáttaraðarinnar Perfect Match. 3.3.2023 11:03
Forsala á Þjóðhátíð hafin og fyrstu atriðin kynnt Forsala á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hófst klukkan níu í morgun. Þá var tilkynnt um þrjú atriði sem koma fram á hátíðinni. 3.3.2023 10:13
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3.3.2023 09:08
Fótbrotnaði á Fagradalsfjalli Kona sem var á göngu á Fagradalsfjalli í gær fótbrotnaði. Björgunarsveitin Þorbjörn sá til þess að konan og dóttir hennar kæmust niður fjallið. 3.3.2023 08:42
Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. 3.3.2023 08:03
Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2.3.2023 15:05
Knattspyrnupar eignaðist son Knattspyrnufókið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust fyrr í vikunni son. Þetta er þeirra annað barn en fyrir tveimur árum eignuðust þau dóttur. 2.3.2023 13:10