Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 13:56 Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt og svæðið þar sem ekið var á hana í gær. Aðsend Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur. Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur.
Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira