Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27.1.2023 13:45
Bleiki liturinn settur í sviðsljósið með nýjum kerrum Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. 27.1.2023 10:28
Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26.1.2023 15:56
Allir reka Roiland eftir ákæru Flestöll þeirra fyrirtækja sem framleiða þætti sem Justin Roiland kemur að hafa slitið samstarfi sínu við hann. Roiland hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi en hann er þekktur fyrir þætti á borð við Rick and Morty og Solar Opposites. 26.1.2023 13:42
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26.1.2023 13:27
Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26.1.2023 11:00
Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26.1.2023 10:17
Misnotaði litlu systur sambúðarkonu sinnar í sjö ár Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir að misnota litlu systur sambúðarkonu sinnar í sjö ár, frá því að stúlkan var ellefu ára gömul þar til hún var átján ára. Maðurinn braut meðal annars á stúlkunni á meðan að sambúðarkona hans, systir stúlkunnar, lá í sama rúmi og þau. 25.1.2023 11:54
Hafði aldrei séð byssu áður en hann afvopnaði fjöldamorðinga Hinn 26 ára gamli Brandon Tsay afvopnaði Huu Can Tran eftir að sá síðarnefndi hafði myrt tíu manns í danssal í Kaliforníu um helgina. Í myndbandi úr öryggismyndavél má sjá þegar Tsay og Tran börðust um vopnið í smá tíma áður en Tran flúði vettvang. 25.1.2023 10:45
Atvinnuleysi dróst saman um 1,3 prósentustig Atvinnuleysi dróst saman um 1,3 prósentustig frá desember 2021 til desember 2022. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi er nú í 3,3 prósentum og hefur dregist saman um 5,7 prósentustig frá því að það var sem hæst í apríl árið 2021. 25.1.2023 09:14