Réðst á og kýldi starfsmann 66°Norður Ráðist var á starfsmann verslunar 66°Norður í Miðhrauni fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði reynt að ræna úr versluninni. Forstjórinn segir starfsmenn hafa gert allt rétt miðað við aðstæður og þakkar lögreglunni fyrir fagleg vinnubrögð. 24.1.2023 16:11
Gul viðvörun á Austfjörðum í fyrramálið Gul veðurviðvörun verður á Austfjörðum í fyrramálið frá klukkan sex til klukkan tíu. Búist er við sterkum vindi þann tíma. 24.1.2023 15:34
Evgenía prinsessa er ólétt Evgenía, prinsessan af Jórvík, og eiginmaður hennar, Jack Brooksbank, eiga von á sínu öðru barni. Prinsessan sinnir ekki lengur konunglegum skyldum en er samt sem áður ellefta í erfðaröð bresku krúnunnar. 24.1.2023 15:01
Dalvík verður að Ennis í nokkra daga Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin. 24.1.2023 13:25
„Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 24.1.2023 11:52
Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24.1.2023 11:20
Launavísitala hækkar um fjögur prósent milli mánaða Laun hækkuðu að jafnaði um fjögur prósent á milli mánaða í desember 2022 samkvæmt launavísitölu. Bráðabirgðamat gefur til kynna að laun starfsfólks á almennum vinnumarkaði hækkaði um 5,6 prósent milli mánaða. 24.1.2023 10:21
Réðst á samfanga á Hólmsheiði með eggvopni Fangi í fangelsinu á Hólmsheiði réðst í gærkvöldi á samfanga sinn með eggvopni. Hann reyndi að stinga hann í höfuðið en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Aðilar málsins tengjast deilum milli tveggja hópa sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna mánuði. 24.1.2023 09:07
Bein útsending: Minningarviðburður vegna eldgossins á Heimaey árið 1973 Minningarviðburður vegna eldgossins á Heimaey árið 1973 hefst klukkan 19:30 í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Sýnt verður frá viðburðinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 23.1.2023 19:15
Parainflúensa finnst nú í öllum landshlutum Bovine Parainflúensa 3 veiran (BPIV3) greindist fyrst hér á landi á einum bæ á Norðausturlandi snemma haustið 2022. Ekki var vitað hvort um væri að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran væri dreifð í kúastofninum. Eftir rannsókn Matvælastofnunar (MAST) er komið í ljós að veiran finnst í öllum landshlutum. 23.1.2023 16:18