Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13.1.2023 16:25
Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Yfirflugliði hjá flugfélaginu Play reynir að létta upp á stemninguna í flugferðum með því að fara með öryggisávarpið með eftirhermum af frægu fólki. Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur voru í hláturskasti þegar hann hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. 13.1.2023 15:48
Siggi Gunnars kominn á fast Sigurður Þorri Gunnarsson, oftast kallaður Siggi Gunnars, er kominn á fast. Kærasti hans heitir Sigmar Ingi Sigurgeirsson en þeir hafa nýverið deilt myndum af sér saman á Instagram. 13.1.2023 15:34
Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 13.1.2023 14:19
Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13.1.2023 12:04
Sjö fyrirtæki hlutu viðurkenningu Ánægjuvogarinnar Sjö fyrirtæki hlutu í morgun viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 en alls voru 40 fyrirtæki mæld í fjórtán atvinnugreinum. Þetta er í 24. árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með Ánægjuvoginni. 13.1.2023 09:36
Helga María nýr framkvæmdastjóri Sky Lagoon Helga María Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Hún tekur við af Dagnýju Pétursdóttur sem hættir störfum í byrjun mars. 13.1.2023 09:25
Hallbjörn Hjartarson látinn og félagið sem reisti Kántrýbæ gjaldþrota Einkahlutafélagið Villta Vestrið / Skagaströnd ehf. er gjaldþrota. Starfsemi félagsins snerist um fjármögnun á húsinu sem hýsti veitingastaðinn Kántrýbæ og var samnefnd útvarpsstöð staðsett þar einnig. Hallbjörn Hjartarson, eigandi félagsins, lést í september síðastliðnum. 28.12.2022 14:11
Hundurinn á „doge“-skopmyndinni með hvítblæði Shiba Inu-hundurinn Kabosu sem netverjar þekkja líklegast sem „doge-hundurinn“ er alvarlega veikur. Hann berst nú við hvítblæði og lifrasjúkdóm. 28.12.2022 13:22
Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. 28.12.2022 11:18
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent