Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn en nú er unnið að reykræstingu.
Aðspurður segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að líklegast sé um að ræða sjálfsíkveikju. Eldur á það til að kvikna í rafmagnshjólum þó það sé ekki algengt.