Biðjast afsökunar á óviðeigandi orði í orðarugli Ritstjórn Morgunblaðsins hefur beðist velvirðingar á því að fyrir slysni hafi orðið „hópnauðgun“ verið hluti af orðarugli blaðsins í gær. Orðið hafi átt að vera fjarlægt fyrir birtingu. 22.11.2022 18:06
Þessi sóttu um tíu stöður framkvæmdastjóra á Landspítalanum Í nýju skipuriti Landspítala sem tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir ellefu framkvæmdastjórum en áður voru þeir átta talsins. Nýlega var auglýst í stöðu tíu framkvæmdastjóra og var listinn birtur á heimasíðu Landspítalans í dag. 22.11.2022 17:33
Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22.11.2022 12:00
Eins og ef tvær lúxuskerrur eignuðust barn saman Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjöunda þætti er Hongqi e-HS9 tekinn fyrir. 22.11.2022 07:00
43 ár á valdastóli og með 99 prósent atkvæða Flokkur Teodoro Obiang, forseta Miðbaugs-Gíneu, hefur tryggt sér 99 prósent atkvæða í kosningunum þar í landi. Það stefnir allt í að þaulsetnasti forseti heims sitji áfram á valdastóli. 22.11.2022 00:00
Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21.11.2022 22:44
Raf Simons leggur upp laupana Fatahönnuðurinn Raf Simons hefur tilkynnt að vor- og sumarlína samnefnds fatamerkis hans sé sú síðasta sem kemur út. Simons hefur unnið til fjölda fatahönnunarverðlauna í gegnum tíðina en það er enn óljóst hvað framtíð hans ber í skauti sér. 21.11.2022 22:19
Hætta við uppboð á beinagrind grameðlu vegna efa um sanngildi Uppboðshúsið Christie's hefur hætt við að bjóða upp beinagrind grameðlu eftir að upp kom efi um hvort hún væri ekta eða eftirlíking. Talið var að beinagrindin myndi seljast á allt að 3,6 milljarða króna. 21.11.2022 21:30
Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21.11.2022 21:08
Fjöldi látinna orðinn 162 Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Indónesíu er nú orðinn 162. Rúmlega tvö hundruð manns eru slasaðir en þrettán þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Enn er tugi manna saknað. 21.11.2022 17:41