Gæsluvarðhaldi yfir mönnum í hryðjuverkamáli hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:00 Annar mannanna ákærðu þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. Búið er að kveða upp úrskurð í máli beggja manna. Annar mannanna var í síðustu viku ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að skipulagningu hryðjuverka. Þeim var í kjölfar þess sleppt úr haldi þar sem Landsréttur taldi mennina ekki vera hættulegir sér eða öðrum. Fréttastofa náði tali af Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars mannsins, í héraðsdómi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann segir næstu skref velta á því hvað héraðssaksóknari gerir. „Hann tók sér frest til að ákveða það hvort þessum úrskurði yrði unað eða honum skotið til Landsréttar. Ef þetta stendur svona óbreytt þá má segja að málið fari í hinn hefðbundna farveg sakamáls hér fyrir dómnum,“ segir Sveinn Andri. Klippa: Segir þann ákærða nánast í gjörgæslu hjá foreldrum sínum Óskað var eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en til þess að það fari í gegn þarf að vera sterkur grunur um að almenningur hafi hagsmuni á því að einstaklingurinn sé í gæsluvarðhaldi. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann vonist til þess að þetta létti aðeins á skjólstæðingi sínum. „Hann er bara í foreldraranni, nánast í gjörgæslu hjá þeim. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á hann og ég vona að þetta létti aðeins á honum,“ segir Sveinn Andri. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaðan verði kærð til Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39 Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Búið er að kveða upp úrskurð í máli beggja manna. Annar mannanna var í síðustu viku ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að skipulagningu hryðjuverka. Þeim var í kjölfar þess sleppt úr haldi þar sem Landsréttur taldi mennina ekki vera hættulegir sér eða öðrum. Fréttastofa náði tali af Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars mannsins, í héraðsdómi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann segir næstu skref velta á því hvað héraðssaksóknari gerir. „Hann tók sér frest til að ákveða það hvort þessum úrskurði yrði unað eða honum skotið til Landsréttar. Ef þetta stendur svona óbreytt þá má segja að málið fari í hinn hefðbundna farveg sakamáls hér fyrir dómnum,“ segir Sveinn Andri. Klippa: Segir þann ákærða nánast í gjörgæslu hjá foreldrum sínum Óskað var eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en til þess að það fari í gegn þarf að vera sterkur grunur um að almenningur hafi hagsmuni á því að einstaklingurinn sé í gæsluvarðhaldi. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann vonist til þess að þetta létti aðeins á skjólstæðingi sínum. „Hann er bara í foreldraranni, nánast í gjörgæslu hjá þeim. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á hann og ég vona að þetta létti aðeins á honum,“ segir Sveinn Andri. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaðan verði kærð til Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39 Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39
Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38