N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:28 Vörurnar eru komnar á N1 en reikna má með að þær seljist eins og heitar lummur. Vísir/Elísabet Inga Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime. Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime.
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent