Missti báða fótleggina eftir slys á Tröllaskaga Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 23:03 Fjallaskíðamaður í nágrenni Dalvíkur. Getty Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða. Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað. Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað.
Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07