Arion banki varar við fölskum smáskilaboðum Smáskilaboð sem látin eru líta út eins og þau séu frá Arion banka hafa verið send á fjölmarga landsmenn upp á síðkastið. Arion banki segir þau vera fölsk og varar við því að ýta á hlekkinn sem fylgir skilaboðunum. 19.7.2022 16:09
Pítsasendill bjargaði fimm börnum úr eldsvoða Pítsasendillinn Nicholas Bostic bjargaði í vikunni fimm börnum úr eldsvoða í bænum Lafayette í Indiana-ríki. Hann var inni í brennandi húsinu í fimmtán mínútur. 19.7.2022 15:57
Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. 19.7.2022 15:29
Geimjakki Buzz Aldrin frá tungllendingunni á leið á uppboð Jakkinn sem geimfarinn Buzz Aldrin var klæddur í þegar hann var annar í sögunni til að stíga á tunglið er á leiðinni á uppboð. Talið er að jakkinn gæti selst á tvær milljónir dollara, rúmar 270 milljónir íslenskra króna. 19.7.2022 14:06
Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. 19.7.2022 13:02
Tíu ára heimsmeistari sigrar vegfarendur fyrir úkraínska herinn Valeria Yezhova, heimsmeistari í dammi (e. checkers), hefur síðustu daga boðið fólki að spila gegn sér, gegn gjaldi. Yezhova, sem er einungis tíu ára gömul, hefur ekki tapað einum einasta leik síðan hún hóf söfnunina. 19.7.2022 12:03
Mötuneyti og íþróttahús Fossvogsskóla í álmunni sem opnar ekki Mötuneyti, íþróttahús og kaffistofa kennara Fossvogsskóla eru í Meginlandi, álmu skólans sem opnar ekki í haust. Álman er sú verst farna af myglu og hafa foreldrar óskað eftir því að hún verði rifin. 19.7.2022 11:32
Erna og Soffía ráðnar til Matvælastofnunar Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun (MAST). Erna tekur við hjá sviði upplýsingatækni og reksturs og Soffía hjá sviði vettvangseftirlits. 19.7.2022 10:37
Myndhöggvarinn Claes Oldenburg er látinn Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega. 19.7.2022 09:56
Modestas Antanavicius er fundinn Modestas er fundinn heill á húfi og þakkar lögreglan þeim sem tóku þátt í leitinni og veittu ábendingar. 18.7.2022 00:03