Sunnlenska greinir frá þessu en Einar hefur starfað síðustu átta ár sem sveitarstjóri í Húnavatnshreppi. Þá hefur Einar Kristján gegnt fjölmörgum trúnaðar- og félagsstörfum í gegnum tíðina.
„Ég er spenntur og er fullur tilhlökkunar að taka við starfi sveitarstjóra Skaftárhrepps og kynnast og vinna með því ágæta fólki sem þar býr. Það er mikill mannauður í sveitarfélaginu og ég sé endalaus tækifæri til þess að skapa sterka og sjálfbæra framtíð fyrir íbúa svæðisins,“ hefur Sunnlenska eftir Einari.
Alls sóttu ellefu manns um starfið, þar á meðal tveir fyrrverandi þingmenn, Karl Gauti Hjaltason og Vigdís Hauksdóttir.
Ö-listinn Öflugt samfélag hlaut 74,1 prósenta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í vor gegn 25,9 prósentum Sjálfstæðisflokksins. Ö-listinn hlaut því fjóra sveitarstjórnarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn einn.